4.10.2003 - ( 14:44 ) Ásta  

Þetta ljóð flaug í huga minn rétt fyrir dögun í morgun, eftir erfiðar draumfarir.

Í draumi birtist mér illur dvergur
og sagðist heita Eyrnamergur
heimili mitt eru ljósheimar
sagði hann og bauð mér lakkrísreimar.

Og er ég vaknaði varð mér ljóst að illum minningum ber að farga.
Annars lifa þær með manni, hrópa á mann, arga og garga.

Meðalmennskudraumar líf okkar þyngja
sagði stúfurinn og fór að syngja,
jóðlaði vísur um lauslátu Lísu
og fór svo með dónavísu.

Vakandi sé ég hvert þetta stefnir:
Í draumi voru mér valkostir gefnir.
Hann vísaði mér á sannleikans lind
en fyrir því var ég alveg blind.

Við vísulesturinn hitnaði mér allri en ég lét á engu bera og kallaði hann þrjót.
Við það fór hann hjá sér, afsakaði sig, og lofaði betrun og bót.

Hann stóð þó ekki við það enda illkvittið grey
Eftir blíðmælgi mikla stóð hann upp og - svei
Augun tindruðu og andardrátturinn varð þungur
svo reif hann niður buxurnar og við mér blasti --- og kafloðinn pungur.


#




4.08.2003 - ( 12:58 ) Ásta  

Þetta nýja ljóð er á vissan hátt samið út frá persónulegri reynslu. Stundum er besta leiðin til að vinna út úr sársaukanum í gegnum listina.

Pylsa/þytur

Stúlka andrík
létt á fæti
pilsin litrík
sveiflast af kæti

blik í augum
innan tíða
undir baugum
brosið blíða

ó ætli hann komi ég get ekki beðið hvar er hann núna ég gái á gluggann hvar er púðrið ég dansa í hringi pilsin þyrlast hvernig er veðrið er hann kominn nei það var maður frá happdrætti heyrnalausra ég keypti miða þrýsti honum að barmi þarf að pissa ó hvað hvað ef hann kemur á meðan ég er alveg í spreng?

Döpur lund
angist ber
svikin sprund
pylsu fær sér

í sárabætur.


#




4.07.2003 - ( 09:28 ) Ásta  

Ég samdi þetta ljóð fyrir nokkrum mánuðum síðan en mér finnst það alltaf jafn sérstakt:

Ljóð

Ég sit við gluggann
strýk líkamann
mjúkan líkamann
og læt mig dreyma
um þig
um hana
um drauminn
Drauminn sem vekur mig
kitlar mig
kyssir mig
elskar mig
alla
Á meðan ég strýk
mjúkan líkamann


#


- ( 01:10 ) Ásta  

Stundum kemur andinn svo skyndilega yfir mig og þá fæðast listaverkin:

Veran

Ég var að fara
varð að vera
veran varð og vera varð
varasalva mér að gefa
veruleika verð að velja

að vera til
en vara við

verma verð og vara verð
vilja verkið
verður vart
vert


#




4.06.2003 - ( 02:06 ) Ásta  

Eitt gamalt og gott sem á alltaf sérstakan stað í hjarta mér:

Söngur Puntsvínsins

1.
Puntsvínin heillandi fara á kreik
Fullkomnir makar í dýralífsleik
En stingandi skapahár smádýrin ver
svo puntsvínin lát´ ekki níðast á sér.

2.
Sauðkind er þjóðlegt og hefðbundið val
Ef finnurðu grænan og blómlegan dal
Ef ekki er fjárhundur alltaf hjá þér
en puntsvínin lát´ ekki níðast á sér.

3.
Keikó er kominn og kætist nú þjóð
því ekki þarf lengur að notast við fljóð
kátur hann reynir á þolrif hjá þér
en puntsvínin lát´ ekki níðast á sér.

4.
Oft klifrar´ upp trjástofna iðand´ af þrá
þar íkorna finnur sem skjótast á ská
Ef ekki þinn hnefi mun fljótt svala þér
því puntsvínin lát´ ekki níðast á sér.

5.
Á hreindýrum haldgóðu taki má ná
en músin er þolbetri þótt hún sé smá
Hamsturinn undan í flæmingi fer
og puntsvínin lát´ ekki níðast á sér.

6.
Að ráðast á froska er skemmtileg iðja
Ef sama er þér þó að blotni þín miðja
Fiðrildið krúttlegt og knúsulegt er
en puntsvínin lát´ ekki níðast á sér.

7.
Á síðkvöldum dýrlegt er köttinn að þjappa
og moldvörpuholun´ er freistand´ að stappa
Fiskarnir smjúga úr höndum á þér
en puntsvínin lát´ ekki níðast á sér.

8.
Ef hugaður ertu og hefur stórt tól
Taktu einn gíraffa standand´ á stól
Hættu þér jafnvel í býflugnager
því puntsvínin lát´ ekki níðast á sér.

9.
Þú öpunum viljugum gamnar þér með
Þeir óðfúsir hjálpa að fela þitt peð
Jafn æstir þeir koma svo aftan að þér
en puntsvínin lát´ ekki níðast á sér.

10.
Manstu er skúnknum þú þjöstnaðist á
Fnykurinn fljótlega fældi þig frá
Með áfengi dómgreind og smekkvísi fer
og puntsvínin lát´ ekki níðast á sér.

11.
Við ströndina einnig er ánægj´ að finna
Mávarnir kalla og vilja þá stinna
Í lóuna smýgur ef notar þú smér
en puntsvínin lát´ ekki níðast á sér.

12.
Það á þolrifin reynir að hjakkast á maur
Því lítill og pervisinn er þessi gaur
Við allfyrstu gusuna spýtist frá þér
en puntsvínin lát´ ekki níðast á sér.

13.
Í fjósinu heitfengin bíða þín naut
og óska spennt eftir að finna þinn staut
á bakinu breiðu þig klaufdýrið ber
en puntsvínin lát´ ekki níðast á sér.

14.
Á vornóttum gæti svo freistað þín fluga
þótt heimiliskötturinn verði að duga
þú þráir að dýfa í gullfiskaker
því puntsvínin lát´ ekki níðast á sér.

15.
Fíllinn þér tælandi ranann sinn býður
og snú´ ann sér við beint á vaðið þú ríður
um vígstöðvar allar þig unaður fer
en puntsvínin lát´ ekki níðast á sér.

16.
Ef þráirðu snöggan og auðfegnin drátt
þá kanínuhnoðrarnir opn´upp á gátt.
En fláráðar hænurnar hlaupa frá þér
og puntsvínin lát´ ekki níðast á sér.

17.
En þeir sem að tíma sinn þurfa að taka
ættu að finna sér hæglátan maka
því snigillinn kemst aldrei burtu frá þér
og puntsvínin lát´ ekki níðast á sér.


#


- ( 02:02 ) Ásta  

Ljóðið sem var uppspretta þessa sérstaka ljóðabloggs:

Óður til andlegrar fullnægingar

Er vefarinn mikli spinnir sögu okkar
stari ég á stórgerðar sokkabuxur
Heimasætan föst í þríhyrningnum - frosin
uppfull af ástríðu spyr ég um þvagsýnið

Messías vantreystir útfarastjóranum
Eitt hundrað tekulágir, húshreinir verkamenn!
Flugbeittar klisjur missa nú marks

Heitar hendur þínar, leitandi, saklausar
er ég kynþokkafull eða kroppur?
Magnaður hrollur situr eftir
Hef ég fundið hina andlegu yfirbyggingu?


#




Ljóðin:


Úr hugarfylgsnum mínum

Fúlhildarblogg
Önnur ljóðmæli

Powered by TagBoard Message Board
Name

URL or Email

Messages(smilies)


Powered by Blogger