4.15.2003 - ( 15:04 ) Ásta  

Kjósið Fúlhildi - krossið við M! Mannréttindi!! Manngildi!! Munúð!!



Kvótakerfið er mér kært
kenjótt sem það er
ég frelsa það þá verður fært
að færa mér og þér
jafnan aðgang hér

Aukinn þorsk ég þrái nú
þjóðarinnar eign
við afnám kvóta kætist jú
klístruð eru teikn
en afurðin er feikn

Hógvær heimta ESB
hlakk' að vera memm
býð öllum upp á KFC
sem álpast nið'r á Hlemm
og x-a svo við M

Vöðvar, brjóst og vítamín
án virðisaukaskatts
blessuð fæðast börnin þín
bón skyndikynnahatts
og myndast svo af Mats

Skattalækkun víst ég vil
vel þá fer um þjóð
minnka verður menntabil
ef meira fyrir fljóð
þá stækka mun ég sjóð

Stjórnarsamstarf stefni á
samlífið er ljúft
leiðtogahlutverk læt ei fá
er lagar mig of djúpt
og andlitið er hrjúft

Símavændi stunda hýr
syng um hjartans mál
Framboðið í fremsta gír
ég fræði Pétur og Pál
með púrtvín vel við skál


#




4.14.2003 - ( 15:01 ) Ásta  

Ég samdi eitt yndislegt ljóð til viðbótar - að þessu sinni óð til míns heittelskaða:


Hreinleiki sálar þinnar
jafnast aðeins á við tærleika augna þinna

blíðleiki brossins bjarta
jafnast aðeins á við sefandi faðminn djúpa

snerting handa þinna
jafnast aðeins á við lipra tungu þína

sætir kossar þínir
jafnast aðeins á við seltu tára þinna

en sem ástin mín eina
ertu óviðjafnanlegur


Þar sem hann John minn talar ekki mikla íslensku snaraði ég ljóðinu yfir á hans móðurmál:


The purity of your soul
compares only to the clearness of your eyes

the tenderness of your bright smile
compares only to the comfort of you deep bosom

the touch of your hands
compares only to the agility of your tounge

the sweetness of your kisses
compares only to the saltness of your tears

but as my one true love
you are uncomparable


#




Ljóðin:


Úr hugarfylgsnum mínum

Fúlhildarblogg
Önnur ljóðmæli

Powered by TagBoard Message Board
Name

URL or Email

Messages(smilies)


Powered by Blogger