4.28.2003 - ( 12:10 ) Ásta  

Skemmtistaðurinn 22 er ótæmandi uppspretta yrkisefnis:

Fallegri hljóma heyrði fyrr
flutta á 22
Kamarinn þar er aldrei kyrr
kúnstugur þessi heimur

Dísir þreyta djöfladans
daðra við sinn granna
sveitt ég hopp' í Óla Skans
karlaflóru skanna

Tjútta alveg trítilóð
tryllt í dansins funa
æsi marga menn og fljóð
magnast upp hver stuna

Mánaskinið mjúkt og hlýtt
mýkir alla lundu
Betra er þó búsið títt
bruggað fyrir stundu

Á barnum finn ég bestu skinn
bjóða þeir mér veigar
mæna svo á barminn minn
en sprundið mjöðinn teygar

Vodka, snafs og viskílús
vankað hefur sprundið
þó syngur hátt og drekkur dús
djammið hefur fundið!


#


- ( 12:08 ) Ásta  

Því miður kom virðist sem aðeins eitt ljóð hafi lifað hagyrðingakvöldið góða af en það kemur ekki að sök því það segir allt sem segja þarf:

Stjáni er asni og Steini er drjóli
Völu ég sýni enga mildi
Binna og Dóra ég hrindi af hjóli
Allir kjósi Fúlhildi!


#




Ljóðin:


Úr hugarfylgsnum mínum

Fúlhildarblogg
Önnur ljóðmæli

Powered by TagBoard Message Board
Name

URL or Email

Messages(smilies)


Powered by Blogger