6.17.2003 - ( 16:39 ) Ásta  

Óður til Púrtvínsflöskunnar

Eins og sumardagur opnast þú
angan þín gefur fögur fyrirheit
við fyrsta staup öðlast á lífið trú
þau verða fleiri það ég veit.
Heitur hlátur og tvírætt grín
höftin gleymd í vímu veiga
dumbrautt púrtvín í æðum hvín
af gólfi með röri dreggjar teiga.
Fyrir augum mér hringsólast allt
gamanið kárnað, fjör fyrir bí
niður á gólfið með flöskunni valt
nú innyflum öllum í klósettið spý.
Allri sannri sælu fylgir bölvuð kvöl
eina ráðið er meira og meira öl.


#




6.16.2003 - ( 13:48 ) Ásta  

Nú þegar nokkur fjarlægð hefur náðst við atburðinn treysti ég mér til að birta þau ljóð sem spruttu upp úr sársaukafyllstu reynslu lífs míns. En öll góð list ku spretta af þjáningum. Hérna er það fyrsta sem ég skrifaði:

Óður til míns heitthataða

Hreinleiki sálar þinnar
jafnast aðeina á við svikin loforð þín

blíðleiki brossins bjarta
jafnast aðeins á kæfandi faðminn fúla

snerting handa þinna
jafnast aðeins á við spörk frá fótum þínum

sætir kossar þínir
jafnast aðeins á við hvassa tungu þína

en sem ástin mín eina
ertu ekki lengur.

Helvítið þitt.


#




Ljóðin:


Úr hugarfylgsnum mínum

Fúlhildarblogg
Önnur ljóðmæli

Powered by TagBoard Message Board
Name

URL or Email

Messages(smilies)


Powered by Blogger