6.01.2006 - ( 13:41 ) Ásta  

Veðraðir klettar
logandi himinn
Jón og Gísli

---

Tveir rekaviðsdrumbar
í djúpri gjótu
á himni þrjár sprengistjörnur

Læri, brjóst, bakhluti
rakt, hart, stinnt
Gísli, Jón, Fúlhildur

Öldur sleikja hellismynni
fellur að og fjarar út
hvikull máni sígur
#




8.22.2003 - ( 12:01 ) Ásta  

Hækur eru sérstaklega hentugt form til að túlka hinar innstu dýpstu tilfinningar:


Iðar blómahaf
slitið upp með rótunum
rósir rykfallnar

Ólga í brjósti
stungin í hjarta - slitin
iðralaus engist

Eitruð marglytta
blóðþyrst flatlúsin sýgur
einn John Jasinsky
#




6.17.2003 - ( 16:39 ) Ásta  

Óður til Púrtvínsflöskunnar

Eins og sumardagur opnast þú
angan þín gefur fögur fyrirheit
við fyrsta staup öðlast á lífið trú
þau verða fleiri það ég veit.
Heitur hlátur og tvírætt grín
höftin gleymd í vímu veiga
dumbrautt púrtvín í æðum hvín
af gólfi með röri dreggjar teiga.
Fyrir augum mér hringsólast allt
gamanið kárnað, fjör fyrir bí
niður á gólfið með flöskunni valt
nú innyflum öllum í klósettið spý.
Allri sannri sælu fylgir bölvuð kvöl
eina ráðið er meira og meira öl.


#




6.16.2003 - ( 13:48 ) Ásta  

Nú þegar nokkur fjarlægð hefur náðst við atburðinn treysti ég mér til að birta þau ljóð sem spruttu upp úr sársaukafyllstu reynslu lífs míns. En öll góð list ku spretta af þjáningum. Hérna er það fyrsta sem ég skrifaði:

Óður til míns heitthataða

Hreinleiki sálar þinnar
jafnast aðeina á við svikin loforð þín

blíðleiki brossins bjarta
jafnast aðeins á kæfandi faðminn fúla

snerting handa þinna
jafnast aðeins á við spörk frá fótum þínum

sætir kossar þínir
jafnast aðeins á við hvassa tungu þína

en sem ástin mín eina
ertu ekki lengur.

Helvítið þitt.


#




4.28.2003 - ( 12:10 ) Ásta  

Skemmtistaðurinn 22 er ótæmandi uppspretta yrkisefnis:

Fallegri hljóma heyrði fyrr
flutta á 22
Kamarinn þar er aldrei kyrr
kúnstugur þessi heimur

Dísir þreyta djöfladans
daðra við sinn granna
sveitt ég hopp' í Óla Skans
karlaflóru skanna

Tjútta alveg trítilóð
tryllt í dansins funa
æsi marga menn og fljóð
magnast upp hver stuna

Mánaskinið mjúkt og hlýtt
mýkir alla lundu
Betra er þó búsið títt
bruggað fyrir stundu

Á barnum finn ég bestu skinn
bjóða þeir mér veigar
mæna svo á barminn minn
en sprundið mjöðinn teygar

Vodka, snafs og viskílús
vankað hefur sprundið
þó syngur hátt og drekkur dús
djammið hefur fundið!


#


- ( 12:08 ) Ásta  

Því miður kom virðist sem aðeins eitt ljóð hafi lifað hagyrðingakvöldið góða af en það kemur ekki að sök því það segir allt sem segja þarf:

Stjáni er asni og Steini er drjóli
Völu ég sýni enga mildi
Binna og Dóra ég hrindi af hjóli
Allir kjósi Fúlhildi!


#




4.15.2003 - ( 15:04 ) Ásta  

Kjósið Fúlhildi - krossið við M! Mannréttindi!! Manngildi!! Munúð!!



Kvótakerfið er mér kært
kenjótt sem það er
ég frelsa það þá verður fært
að færa mér og þér
jafnan aðgang hér

Aukinn þorsk ég þrái nú
þjóðarinnar eign
við afnám kvóta kætist jú
klístruð eru teikn
en afurðin er feikn

Hógvær heimta ESB
hlakk' að vera memm
býð öllum upp á KFC
sem álpast nið'r á Hlemm
og x-a svo við M

Vöðvar, brjóst og vítamín
án virðisaukaskatts
blessuð fæðast börnin þín
bón skyndikynnahatts
og myndast svo af Mats

Skattalækkun víst ég vil
vel þá fer um þjóð
minnka verður menntabil
ef meira fyrir fljóð
þá stækka mun ég sjóð

Stjórnarsamstarf stefni á
samlífið er ljúft
leiðtogahlutverk læt ei fá
er lagar mig of djúpt
og andlitið er hrjúft

Símavændi stunda hýr
syng um hjartans mál
Framboðið í fremsta gír
ég fræði Pétur og Pál
með púrtvín vel við skál


#




4.14.2003 - ( 15:01 ) Ásta  

Ég samdi eitt yndislegt ljóð til viðbótar - að þessu sinni óð til míns heittelskaða:


Hreinleiki sálar þinnar
jafnast aðeins á við tærleika augna þinna

blíðleiki brossins bjarta
jafnast aðeins á við sefandi faðminn djúpa

snerting handa þinna
jafnast aðeins á við lipra tungu þína

sætir kossar þínir
jafnast aðeins á við seltu tára þinna

en sem ástin mín eina
ertu óviðjafnanlegur


Þar sem hann John minn talar ekki mikla íslensku snaraði ég ljóðinu yfir á hans móðurmál:


The purity of your soul
compares only to the clearness of your eyes

the tenderness of your bright smile
compares only to the comfort of you deep bosom

the touch of your hands
compares only to the agility of your tounge

the sweetness of your kisses
compares only to the saltness of your tears

but as my one true love
you are uncomparable


#




Ljóðin:


Úr hugarfylgsnum mínum

Fúlhildarblogg
Önnur ljóðmæli

Powered by TagBoard Message Board
Name

URL or Email

Messages(smilies)


Powered by Blogger